Verkin okkar

Raunverulegur árangur með fallegri hönnun og hugvitsamlegri þróun

Olivita

Olivita

Olivita er íslenskt heilsumerki sem sameinar hreinsað selalýsi og kaldpressaða ólífuolíu í einstaka blöndu sem styður við hjarta, heila, liði og ónæmiskerfi. Varan byggir á vísindalegum grunni og nýtir samverkandi áhrif omega-3 fitusýra og andoxunarefna til að draga úr bólgum og stuðla að betri heilsu á náttúrulegan hátt.

Um verkið

Við hönnuðum og þróuðum vefsíðu Olivita og nútímalega netverslun sem endurspeglar náttúrulega og vísindalega ímynd vörumerkisins, ásamt því að tryggja hnökralausa og áhugaverða verslunarupplifun.

Verkþættir

Viðskiptavinur

Viðskiptaþróun ehf.
Löggiltur umboðsaðili Olivita á Íslandi

Dagsetning

01/10/2025

Rafmagnaðir

Rafmagnaðir

Rafmagnaðir er rafverktakafyrirtæki sem leggur áherslu á fagmennsku, öryggi og gæði í allri rafvirkjun. Fyrirtækið býður bæði einstaklingum og fyrirtækjum fjölbreytta þjónustu, þar á meðal raflagnir, viðhald og uppsetningu lýsingar, með áreiðanleika og vandaða framkvæmd að leiðarljósi.

Um verkið

Við þróuðum vefsíðu fyrir Rafmagnaða sem dregur fram sérþekkingu fyrirtækisins í rafmagnsþjónustu með skýrri uppbyggingu, grípandi myndefni, áreiðanlegu hýsingu og sterkri vörumerkjakynningu.

Verkþættir

Viðskiptavinur

Alexander Steinarsson
Forstjóri og stofnandi

Dagsetning

01/11/2024

Ert þú næsti viðskiptavinur okkar?

Við tökum á móti þér með Glæsibrag!

Kerfin okkar

Við höfum reynslu af samþættingu helstu kerfa sem notuð eru á nútímavefsíðum. Við fylgjumst grannt með framþróun í tæknigeiranum og leggjum mikið upp úr því að tileinka okkur nýjustu úrræði.

Við sérhæfum okkur í . . .

WordPress.png